Uppsveitamenn fóru tómhentir frá KÁ

Guðjón Örn Sigurðsson skoraði fyrir Uppsveitir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Uppsveitir töpuðu stórt þegar liðið heimsótti KÁ á Ásvelli í Hafnarfirði í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag.

KÁ skoraði tvívegis á fyrsta korterinu en Guðjón Örn Sigurðsson skoraði fyrir Uppsveitir á 22. mínútu og staðan var 2-1 í hálfleik.

Byrjunin á seinni hálfleik var hins vegar arfaslök hjá Uppsveitum og KÁ skoraði þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla og staðan skyndilega orðin 5-1. Helgi Valdimar Sigurðsson minnkaði muninn um miðjan fyrri hálfleikinn en KÁ átti lokaorðið á 78. mínútu og lokatölur urðu 6-2.

Uppsveitir eru í 4. sæti riðilsins, án stiga en KÁ er á toppnum með 9 stig.

Fyrri grein„Flestir halda að næsta frí verði það sem gefi manni sanna hamingju“
Næsta greinBæði tilboðin yfir áætlun