Uppskeruhátíð FMÁ í kvöld

Egill Blöndal og Eva María Baldursdóttir hlutu verðlaunin árið 2021. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í kvöld kl. 19:30 fer fram árleg uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar Árborgar. Hátíðin fer fram á Hótel Selfossi.

Á hátíðinni eru þeir einstaklingar sem hafa skarað framúr á árinu í sinni íþrótt heiðraðir ásamt því að íþróttafélögin úthluta úr sínum afrekssjóðum sem sveitarfélagið leggur pening í samkvæmt samningi. Hápunktur kvöldsins er síðan þegar tilkynnt er um kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2022.

Hljómsveitin Gítar og fiðla stígur á stokk og boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Hátíðin er öllum opin.

Fyrri grein25 stiga frost í Tungunum
Næsta greinHertar heimsóknarreglur á HSU