Uppskeruhátíð ÍMÁ í kvöld

Í kvöld, þriðjudaginn 29. desember kl. 19:30, verður Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar haldin í sal FSu. Þá verður tilkynnt um val á íþróttakarli og -konu Árborgar 2015.

Fjöldi íþróttamanna á öllum aldri er heiðraður auk einstaklinga og félagasamtaka sem hafa staðið sig vel í almenningsíþróttum á árinu.

Guðmundur Þórarinsson mætir á hátíðina og spilar og syngur fyrir gesti en hátíðin er öllum opin.

Eftirtaldir íþróttamenn hafa verið tilnefndir til kjörs íþróttakarls og konu Árborgar 2015 en í viðhengi má síðan lesa nánar um afrek hvers og eins á árinu.

  1. Alexandra Eir Grétarsdóttir golf
  2. Ari Gylfason Körfuknattleikur
  3. Arnar Logi Sveinsson knattspyrna Umf. Selfoss
  4. Aron Emil Gunnarsson golf
  5. Atli Kristinsson handknattleikur íþf. Mílan
  6. Bergur Jónsson hestaíþróttir
  7. Björgvin Smári Guðmundsson skák
  8. Brynjar Þór Elvarsson knattspyrna Árborg
  9. Daníel Jens Pétursson taekwondo
  10. Eyrún Ýr Pálsdóttir hestaíþróttir
  11. Elmar Darri Vilhelmsson mótorcross
  12. Elvar Örn Jónsson handknattleikur Umf. Selfoss
  13. Fjóla Signý Hannesdóttir frjálsar íþróttir
  14. Grímur Ívarsson júdó
  15. Guðmunda Brynja Óladóttir knattspyrna
  16. Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir frjálsar íþróttir fatlaðra
  17. Gyða Dögg Heiðarsdóttir mótokross
  18. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir handbolti
  19. Ingibjörg Erla Grétarsdóttir taekwondo
  20. Margrét Lúðvígsdóttir fimleikar
  21. Rikarð Atli Oddsson fimleikar
  22. Sigurjón Ægir Ólafsson íþróttir fatlaðra
  23. Sverrir Heiðar Davíðsson frjálsar íþróttir
Fyrri greinMest lesnu fréttir ársins 2015
Næsta greinSterkur vindur vestur undir Hvolsvöll