Uppskeruhátíð ÍTÁ í kvöld

Hin árlega uppskeruhátíð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar verður haldin í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í kvöld kl. 20.

Þar verða afhentir styrkir úr Afreks-og styrktarsjóði Árborgar og íþróttafélaganna, þ.e. Umf. Selfoss, Íþf. Suðra, Golfklúbbs Selfoss ofl. Hvatningaverðlaun verða veitt, afhentir styrkir fyrir afburðaárangur og tilkynnt kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar 2012.

Hulda Kristín Kolbrúnardóttir og Tómas Smári Guðmundsson spila og syngja og í lok hátíðar verður boðið upp á kaffiveitingar.

Hátíðin er öllum opin og allir hjartanlega velkomnir.

Fyrri greinHafsteinn valinn íþróttamaður Hveragerðis 2012
Næsta greinÁtta í framboði hjá Framsókn