Uppgangur í fimleikunum hjá Heklu

Mikill uppgangur er í fimleikum hjá Ungmennafélaginu Heklu en félagið festi nýverið kaup á loftdýnu fyrir 1,5 milljón króna sem bætir alla æfingaaðstöðu til muna.

Dýnan gefur möguleika á mun fjölbreyttari æfingum og verður spennandi að fylgjast með þróun fimleikastarfs hjá félaginu í framtíðinni.

Á miðvikudaginn í næstu viku, kl. 19:00 verður fimleikasýning í Íþróttahúsinu á Hellu þar sem fimleikastjörnurnar í Heklu munu leika listir sínar.

Fyrri greinJólakonfekt
Næsta greinJólasveinarnir koma á jólatorgið á Selfossi