Unnur Dóra áfram í vínrauðu

Unnur Dóra eftir undirritunina í Tíbrá í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sóknarmaðurinn Unnur Dóra Bergsdóttir skrifaði í dag undir nýjan, tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Unnur Dóra, sem er tvítug, er uppalin á Selfossi. Hún spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki 16 ára gömul í Pepsi-deildinni 2016 og hefur nú leikið 70 meistaraflokksleiki fyrir félagið og skorað í þeim 7 mörk.

„Það er frábært að hafa Unni áfram hjá okkur. Hún er öflugur liðsmaður, komin með góða reynslu og er mikilvægur hlekkur í okkar leikmannahópi,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Rólegheit á rjúpunni
Næsta greinGul viðvörun: Norðan stormur með öflugum hviðum