Ungu Selfyssingarnir frábærir

Ragnar Jóhannsson skoraði sjö mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungt lið Selfoss vann öruggan sigur á ungu liði Aftureldingar á Ragnarsmótinu í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 33-24 en Selfoss hafði örugg tök á leiknum allan tímann og staðan í hálfleik var 18-11.

Ragnar Jóhannsson var markahæstur Selfyssinga með 5 mörk, Einar Sverrisson skoraði 4, Hergeir Grímsson, Sigurður Snær Sigurjónsson, Elvar Elí Hallgrímsson, Vilhelm Freyr Steindórsson og Arnór Logi Hákonarson 3, Gunnar Flosi Grétarsson, Karolis Stropus, Hans Jörgen Ólafsson og Sæþór Atlason 2 og Alexander Egan 1.

Maður leiksins var hins vegar markmaðurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson sem varði 17/1 skot í marki Selfoss og var með 41% markvörslu.

Ragnarsmótið heldur áfram á morgun en þá mætast Haukar og ÍBV kl. 18:00. Úrslitaleikirnir verða síðan á laugardag. Frítt er inn á alla leiki Ragnarsmótsins og þeir eru sömuleiðis allir í beinni á SelfossTV.

Fyrri greinFram upp eftir sigur á Selfyssingum
Næsta greinRúmlega helmingur mætti í bólusetningu