Ungu Selfyssingarnir fældu Kríuna burtu

Arnór Logi Hákonarson fær óblíðar móttökur þegar hann sækir að marki Kríu í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungmennalið Selfoss vann öruggan sigur á Kríu frá Seltjarnarnesi í 1. deild karla í handbolta í dag en liðin mættust á Selfossi. Lokatölur urðu 34-28.

Selfoss hafði góð tök á leiknum allan tímann og leiddu 16-11 í hálfleik. Þó að Krían hafi stundum goggað frá sér þá voru hinir ungu og knáu Selfosspiltar til í slaginn og höfðu verðskuldað betur.

Andri Dagur Ófeigsson skoraði 9 mörk fyrir Selfoss og Arnór Logi Hákonarson 9/2. Sölvi Svavarsson skoraði 8, Arnar Freyr Steinarsson og Tryggvi Sigurberg Traustason skoruðu báðir 3 mörk og Einar Ágúst Ingvarsson 2.

Alexander Hrafnkelsson varði eitt af hverjum þremur skotum sem hann þurfti að glíma við, samtals 14 bolta.

Selfoss er í 7. sæti 1. deildarinnar með 14 stig en Kría er í 5. sæti með 15 stig.

Fyrri greinÞórður í Skógum sæmdur fyrsta gullmerki Oddafélagsins
Næsta greinStokkseyri tapaði stórt