Ungu mennirnir véku fyrir Víkingum

Arnór Logi Hákonarson fær óblíðar móttökur hjá vörn Víkinga í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungmennalið Selfoss tapaði 24-31 þegar Víkingur kom í heimsókn í Hleðsluhöllina í kvöld í Grill 66 deild karla í handbolta.

Gestirnir höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og staðan var orðin 10-16 í hálfleik. Sóknarleikur Selfyssinga gekk betur í seinni hálfleik en Víkingar slógu hins vegar ekkert af og lokatölur leiksins urður sem fyrr segir 24-31.

Andri Dagur Ófeigsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Guðjón Baldur Ómarsson skoraði 5, Arnar Daði Brynjarsson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 3, Arnór Logi Hákonarson 2 og þeir Grímur Bjarndal Einarsson, Elvar Elí Hallgrímsson og Sigurður Snær Sigurjónsson skoruðu allir 1 mark.

Selfoss er í 6. sæti deildarinnar með 10 stig en Víkingur er í 2. sæti með 22 stig.

Fyrri greinHamar tapaði toppslagnum – Hrunamenn steinlágu
Næsta greinSam skaut Björninn niður