Ungmennin skelltu Fjölni á útivelli

Elvar Elí Hallgrímsson (t.h.) skoraði þrjú mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Gott gengi ungmennaliðs Selfoss í handbolta heldur áfram en í gærkvöldi vann liðið nokkuð óvæntan sigur á Fjölni á útivelli í Grill66 deild karla, 29-31.

Fjölnismenn höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu 19-15 í leikhléi. Selfyssingar bættu varnarleikinn til muna í seinni hálfleik og komust yfir, 21-22, þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Eftir það var leikurinn í járnum og mikið jafnræði með liðunum en Selfyssingar voru skrefinu á undan á lokakaflanum og sigruðu 29-31 en Fjölnismenn fengu dauðafærði til að jafna 30-30 nokkrum sekúndum fyrir leikslok.

Ísak Gústafsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Haukur Páll Hallgrímsson skoraði 6, Daníel Karl Gunnarsson 5, Tryggvi Sigurberg Traustason og Guðjón Baldur Ómarsson 4, Vilhelm Freyr Steindórsson 2 og þeir Elvar Elí Hallgrímsson, Sæþór Atlason og Alexander Hrafnkelsson skoruðu allir 1 mark. Alexander stóð sig sömuleiðis vel í markinu þó að sunnlenska.is hafi ekki getað grafið upp tölfræðina hans.

Ungmennalið Selfoss er nú komið upp í 4. sæti Grill66 deildarinnar með 8 stig en Fjölnir er í 3. sætinu með 10 stig.

Fyrri greinHnífjafn Suðurlandsslagur
Næsta greinSurBlingBling meðal keppenda í Rímnaflæði