Ungmennin lyfta sér upp töfluna

Sölvi Svavarsson var sterkur í vörn og sókn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungmennalið Selfoss vann öruggan sigur á ungmennaliði Fram í Grill-66 deild karla í handbolta í kvöld. Liðin mættust í Set-höllinni á Selfossi.

Framarar byrjuðu betur og leiddu fyrstu tíu mínúturnar en þá tóku Selfyssingar góðan sprett, náðu forystunni og leiddu 15-13 í hálfleik.

Í seinni hálfleik var sigur Selfoss-U aldrei í hættu, þeir tóku á rás í upphafi hans og munurinn varð mestur sjö mörk, 27-20. Þó að Framarar hafi saxað á forskotið á lokakaflanum var sigur Selfyssinga öruggur, lokatölur 34-31

Með sigrinum lyftu Selfyssingar sér uppfyrir Framara á töflunni og fóru upp í 6. sæti með 13 stig.

Sölvi Svavarsson var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk, Sæþór Atlason skoraði 8, Tryggvi Sigurberg Traustason 7, Gunnar Flosi Grétarsson, Vilhelm Freyr Steindórsson og Hans Jörgen Ólafsson 3 og Haukur Páll Hallgrímsson 1. Alexander Hrafnkelsson varði 12 skot í marki Selfoss.

Fyrri greinSunnlensku liðin töpuðu naumlega
Næsta greinFSu flaug inn í undanúrslitin