Ungmennaliðið varð undir í baráttunni

Sigurður Snær Sigurjónsson skoraði 8 mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungmennalið Selfoss hóf keppni í Grill-66 deildinni í handbolta karla í gærkvöldi með heimsókn til Víkings í Safamýrina.

Víkingar reyndust sterkari á svellinu og höfðu undirtökin lengst af, í bráðfjörugum leik. Staðan var 20-17 í hálfleik en Víkingar kláruðu svo leikinn af krafti og sigruðu 37-32.

Vilhelm Freyr Steindórsson var markahæstur Selfyssinga með 11 mörk, Sigurður Snær Sigurjónsson skoraði 8, Tryggvi Sigurberg Traustason 5, Jason Dagur Þórisson 3, Árni Ísleifsson 2 og þeir Gunnar Flosi Grétarsson, Valdimar Örn Ingvarsson og Gunnar Kári Bragason skoruðu allir 1 mark. Gunnar Kári fékk að líta rauða spjaldið á fimmtu mínútu seinni hálfleiks þegar hann svaraði full hraustlega fyrir hrindingar varnarmanns Víkinga í baráttunni á línunni.

Fyrri greinBrúargólfið steypt í nóvember
Næsta greinGul viðvörun: Fyrsta alvöru haustlægðin