Ungmennaliðið tapaði með tíu

Sæþór Atlason skoraði 6 mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungmennalið Selfoss heimsótti Þór á Akureyri í Grill 66 deild karla í handbolta í gærkvöldi. Akureyringar voru sterkari í leiknum og sigruðu að lokum 39-29.

Þórsarar leiddu frá fyrstu mínútu og voru komnir með fimm marka forskot eftir fimm mínútna leik. Munurinn hélst svipaður allan fyrri hálfleikinn og staðan var 17-13 í hálfleik. Munurinn jókst hratt í upphafi seinni hálfleiks og var orðinn þrettán mörk um hann miðjan.

Sæþór Atlason var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk, Gunnar Flosi Grétarsson skoraði 8, Tryggvi Sigurberg Traustason 7, Valdimar Örn Ingvarsson 2 og þeir Hans Jörgen Ólafsson, Árni Ísleifsson og Haukur Páll Hallgrímsson skoruðu allir 1 mark.

Karl Jóhann Einarsson varði 9 skot í marki Selfoss-U.

Fyrri greinSelfoss vann grannaslaginn
Næsta greinToppliðið of stór biti