Unglingar kallaðir til ráðgjafar

Undirbúningur vegna Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi miðar vel, en framkvæmdanefnd mótsins hélt sinn fjórtánda fund í Selinu á Selfossi í síðustu viku.

Fyrir þann fund hitti Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins, og fulltrúar nefndarinnar nokkra unglinga af sambandssvæðinu til að fá fram ábendingar um ýmis framkvæmdaatriði mótsins.

Fundurinn þótti takast vel og var framkvæmdanefndin ánægð með innlegg unglinganna og var framkvæmdastjóra mótsins falið að vinna úr þeim. Ákveðið var að boða krakkana á annan fund í mars.