Unglingalandsmótið 2020 verður á Selfossi

Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands árið 2020 verður haldið á Selfossi. Þetta var tilkynnt á setningarathöfn Unglingalandsmótsins á Egilsstöðum í kvöld.

Á næsta ári verður mótið haldið í Þorlákshöfn þannig að það verður í nógu að snúast hjá landsmótsnefndum Héraðssambandsins Skarphéðins á næstu árum. Mótið 2019 verður haldið á Höfn í Hornafirði.

Setningarathöfn mótsins á Egilsstöðum fór fram í kvöld en keppni á mótinu hófst í gær. HSK sendir 140 keppendur til leiks á mótinu um helgina.

Fyrri greinGunnar Páll og Jóhannes Snær sömdu við Míluna
Næsta greinFíkniefni finnast á víðavangi