Unglingalandsmótið sett í kvöld

Keppni hófst af fullum krafti á 15. Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi í morgun. Mótið verður sett með formlegum hætti á Selfossvelli klukkan 20 í kvöld og ganga þátttakendur fylktu liði inn á svæðið með sínum liðum.

Mörg þátttökulið leggja mikinn metnað í að allir séu eins klæddir. Keppendur mæta hálfum klukkutíma fyrir setninguna á grassvæðið við hliðina á frjálsíþróttavellinum. Þar raða þátttökuliðin sér upp og ganga síðan fylktu liði inn á knattspyrnuvöllinn þar sem setningarathöfnin fer fram. Göngustjóri er Kári Jónsson.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, flytja ávörp við setninguna.