Unglingalandsmótið 2018 verður í Ölfusi

Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands árið 2018 verður haldið í Sveitarfélaginu Ölfusi. Þetta var tilkynnt á setningarathöfn 18. Unglingalandsmóts UMFÍ á Akureyri í kvöld.

Mótið var síðast haldið í Ölfusi árið 2008. Fleiri mótsstaðir voru um hituna en HSK og Sveitarfélagið Árborg sóttu einnig um að halda mótið árið 2018.

Sem fyrr segir var 18. Unglingalandsmót UMFÍ sett í kvöld á Þórsvelli á Akureyri að viðstöddu fjölmenni. Þátttakendur gengu fylgdu liði inn á leikvanginn en eins og áður hefur komið fram hafa þátttakendur aldrei verið fleiri á Unglingalandsmóti UMFÍ. Um 190 keppendur frá HSK eru skráðir til leiks.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, setti Unglingalandsmótið og þakkaði framkvæmdaaðilum fyrir vel unnin störf.

Unglingalandsmótið 2016 verður í Borgarnesi og 2017 á Egilsstöðum.

Fyrri greinFranskt fínerí og íslenskt glens og gaman
Næsta greinEden rís úr öskunni