Ungir íþróttamenn heiðraðir

Umf. Dagsbrún í Austur-Landeyjum veitti á dögunum ungum íþróttamönnum viðurkenningu fyrir árangur og metnað sem þau hafa sýnt í sínum íþróttagreinum.

Þetta voru knattspyrnumennirnir Bjarki Hafberg Björgvinsson og Bjarki Axelsson, leikmenn ÍBV, sem báðir voru lykilleikmenn í öllum yngri flokkum KFR og Bjarki Axelsson hefur einnig leikið með meistaraflokki KFR.

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, knattspyrnukona hjá ÍBV, var aðalmarkvörður í yngri flokkum hjá KFR en hún lék með Val áður en hún gekk í raðir ÍBV og hefur einnig verið valin í hóp hjá A-landsliðinu.

Birgitta Bjarnadóttir hestaíþróttakona hefur náð góðum árangri í unglinga- og ungmennaflokkum á Landsmótum hestamanna auk þess sem hún varð samanlagður fjórgangssigurvegari á Suðurlandsmótinu í hestaíþróttum.

Við sama tækifæri fengu Ásta D. Kristjánsdóttir og Birgir Kristjánsdóttir viðurkenningu og gjafir fyrir það óeigingjarna starf sem þau hafa unnið fyrir sveitunga sína, með því að leggja fram vinnuafl sitt við að bæta aðstöðu í og við félagsheimilið Gunnarshólma.

Fyrri greinHvað geta kýr étið mikið?
Næsta greinLeikskólinn Árbær rýmdur vegna reyks