Undirbúningurinn gengur vel

Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Selfossi um verslunarmannahelgina er í fullum gangi og gengur vel.

Í frétt á heimasíðu landsmótsins segir Guðríður Aadnegard, formaður HSK, að það leggist allt á eitt, undirbúningurinn hefur gengið vel og allar aðstæður á Selfossi eru til fyrirmyndar.

,,Það er mikil áskorun að fá að halda þetta mót og við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að mótið gangi sem best fyrir og keppendur og gestir njóti þess að vera hjá okkur meðan á mótinu stendur. Það hefur ennfremur verið ánægjulegt hvað allir hafa verið tilbúnir að bjóða fram krafta sína. Það er mikil stemning í öllum og tilhlökkun,“ sagði Guðríður.

Mótið verður haldið um verslunarmannahelgina og reikna mótshaldarar með allt að 2.500 keppendum á mótið en skráning hófst sl. sunnudag.