Umf. Selfoss vann stigakeppnina

Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Hveragerði á dögunum. Þar mættu 24 keppendur til leiks frá fjórum félögum. Selfoss vann stigabikarinn, en félagið fékk 98 stig.

Kári Valgeirsson frá Selfossi vann besta afrek mótsins, en hann fékk 489 FINA stig fyrir 100m skriðsund. Kári varð einnig stigahæsti sundmaður mótsins með 18 stig, en hann sigraði í þremur greinum til stiga.

Selfoss vann stigabikarinn, en félagið fékk 98 stig. Hamar varð í öðru sæti með 65 stig og Dímon endaði í þriðja sæti með 46 stig.

Hér að neðan má sjá upptalningu á HSK meisturum í sundi í ár, en heildarúrslit og fleiri myndir má sjá á www.hsk.is.

HSK meistarar:

50 m flugsund
Heiða Hlín Arnardóttir Hamar 42,25
Kári Valgarðsson Selfoss 32,28

50 m baksund
Guðrún Rós Guðmundsd. Hamar 46,45
Kári Valgeirsson Selfoss 39,63

50 m bringusund
Ásta Sól Hlíðdal Dímon 48,39
Oliver G. Figlarski Selfoss 53,75

50 m skriðsund
Heiða Hlín Arnardóttir Hamar 35,66
Kári Valgeirsson Selfoss 28,57

100 m baksund
Ástríður Björk Sveinsd. Dímon 1:54,53
Dagbjartur Kristjánsson Hamar 1:27,56

100 m skriðsund
Guðrún Rós Guðmundsd. Hamar 1:20,60
Kári Valgeirsson Selfoss 1:06,50

200 m fjórsund
Dagbjartur Kristjánsson Hamar 2;57,00

100 m bringusund
Ásta Sól Hlíðdal Dímon 1:52,47
Högni Þór Þorsteinsson Dímon 1:40,88

100 m flugsund
Guðjón Ernst Dagbjartsson Hamar 1:36,69

Stig félaga:
Umf. Selfoss 98 stig
Íþr.f. Hamar 65 stig
Íþr.f. Dímon 46 stig
Umf. Þór 4 stig

Fyrri greinNýtt lag frá Kiriyama Family
Næsta greinSuðurlandsvegur verður 2+1 milli Hveragerðis og Selfoss