Umf. Hekla og Reykjagarður gera samstarfssamning

Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður Ungmennafélagsins Heklu og Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, handsala samninginn. Ljósmynd/Aðsend

Í vikunni skrifuðu Ungmennafélagið Hekla og Reykjagarður hf. undir samstarfssamning en með samningnum verður Reykjagarður einn af styrktaraðilum ungmennafélagsins.

Reykjagarður skuldbindur sig til þess að styðja við starfsemi ungmennafélagsins og Hekla skuldbindur sig til þess að auglýsa og gera Reykjagarð sýnilegan. Samningurinn er til þriggja ára og tekur gildi þann 1. september næstkomandi.

Frá og með þeim tíma mun auglýsingaskilti merkt Reykjagarði koma til með að prýða veggi íþróttahússins á Hellu en félagið fékk á dögum leyfi frá sveitarfélaginu til þess að setja upp auglýsingaskilti í húsinu.

Fyrri greinÞorvaldur stórbætti sig í Slóveníu
Næsta greinNíu sækja um starf bæjarritara