Umf. Ásahrepps sigurvegari í fyrsta sinn

Héraðsmót HSK í sveitakeppni í skák var haldið í Fischer-setrinu á Selfossi á dögunum. Tefldar voru atskákir og skipuðu fjórir einstaklingar hverja sveit, óháð aldri eða kyni.

Fimm sveitir mætti til leiks og lið Umf. Ásahrepps stóð uppi sem sigurvegari með 12,5 vinninga af 16 mögulegum. Þetta er í fyrsta skipti sem lið félagsins vinnur HSK meistaratitil í skák.

Sigurliðiðið skipuðu þeir Grantas Grigoranas, Erlingur Jensson, Magnús Garðarsson og Þorvaldur Siggason. Erlingur og Þorvaldur voru einnig með bestan einstaklingsárangur en þeir unnu allar skákir sínar.

Úrslit urðu sem hér segir:
Umf. Ásahrepps – Umf. Hekla 3 – 1
Umf. Gnúpverja – Umf. Selfoss 1,5 – 2,5
Umf. Ásahrepps – Íþr.f. Dímon 3 – 1
Umf. Hekla – Umf. Gnúpverja 2 – 2
Umf. Ásahrepps – Umf. Gnúpverja 3,5 – 0,5
Umf. Selfoss – Íþr.f. Dímon 3,5 – 0,5
Umf. Ásahrepps – Umf. Selfoss 3 – 1
Umf. Hekla – Íþr.f. Dímon 2 – 2
Umf. Selfoss – Umf. Hekla 4 – 0
Íþr.f. Dímon – Umf. Gnúpverja 0 – 4

Lokastaðan:
1. Umf. Ásahrepps 12,5 vinningar
2. Umf. Selfoss 11 vinningar
3. Umf. Gnúpverja 8 vinningar
4. Umf. Hekla 5 vinningar
5. Íþr.f. Dímon 3,5 vinningar

Fyrri greinRvk-Rio á hátíðar sjötommu – MYNDBAND
Næsta greinBúist við blindhríð í Mýrdalnum