Úlfur náði frábærum árangri á Englandi

Úlfur á keppnisgólfinu í Basingstoke í dag. Ljósmynd/Aðsend

Taekwondomaðurinn Úlfur Darri Sigurðsson, Umf. Selfoss, keppti um helgina ásamt landsliði Íslands á 6. Bluewave Open Poomsae meistaramótinu í Basingstoke á Englandi.

Úlfur gerði sér lítið fyrir og komst í úrslit í sínum flokki með næst hæstu einkunn og uppskar hann fjórða sætið eftir harða keppni við eldri iðkendur, en þess má geta að Úlfur var að keppa upp fyrir sig í aldri. Hann er 11 ára gamall en var að keppa í flokki 12-14 ára.

Í tilkynningu frá deildinni óskar taekwondodeild Selfoss Úlfi til hamingju með árangurinn og þakkar einnig Magneu Kristínu Ómarsdóttur fyrir að sjá um sinn mann á mótinu.

Úlfur Darri og Magnea Kristín að móti loknu. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinMelta fékk umhverfisviðurkenningu Rangárþings ytra
Næsta greinSigríður ráðin til Hveragerðisbæjar