Úlfur Darri vann brons í London

Úlfur Darri með verðlaunin sín í London ásamt master Allan Olsen. Ljósmynd/Aðsend

Taekwondomaðurinn Úlfur Darri Sigurðsson, Umf. Selfoss, vann til bronsverðlauna í formum á London International Open sem haldið var í Lundúnum um síðustu helgi.

Úlfur keppti í Cadet-B karlaflokki, 12-14 ára, en ellefu keppendur voru í flokknum. Úlfur komst í gegnum niðurskurð í fyrstu umferð og inn í úrslitin, þar sem hann tryggði sér bronsverðlaunin með glæsilegri æfingu.

Næst á dagskrá hjá Úlfi Darra er síðan Opna danska sem haldið er í Skanderborg í Danmörku um næstu helgi.

Fyrri greinKatla og Einar best hjá Selfyssingum
Næsta greinNáttúrubarnið Katrín Jakobsdóttir