U17 í 5. sæti á Ólympíumótinu

Tryggvi, Ísak og Reynir Freyr að loknum síðasta leik á mótinu. Ljósmynd/Selma Sigurjónsdóttir

U17 ára lið Íslands í handbolta tryggði sér á laugardag 5. sætið á Ólympíumóti Evrópuæskunnar í Baku í Azerbaijan með góðum sigri á Slóvenum, 24-17.

Þrír leikmenn frá Selfossi eru í liðinu, þeir Tryggvi Þórisson, Ísak Gústafsson og Reynir Freyr Sveinsson. Strákarnir stóðu sig feikivel á mótinu, eins og allir liðsfélagar þeirra en mótið var gríðarlega sterkt.

Ísland tapaði aðeins einum leik á mótinu, gegn sigurvegurunum frá Króatíu en átta bestu þjóðir heims í þessum aldursflokki höfðu þátttökurétt á mótinu.

Fyrri greinÖkklabrotin kona sótt á Fimmvörðuháls
Næsta greinFjölskyldudagskrá í Úthlíð um helgina