Tvö töp í röð hjá Ægi

Stefan Dabetic varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir tapaði öðrum leiknum í röð í kvöld þegar liðið heimsótti KFG í Garðabæinn í 3. deild karla í knattspyrnu.

Ægir byrjaði betur í leiknum og Stefan Dabetic kom þeim yfir á 38. mínútu. Staðan var 0-1 í leikhléi en um miðjan seinni hálfleikinn skoraði KFG tvívegis með stuttu millibili. Þeir bættu svo þriðja markinu við þegar tíu mínútur voru eftir og þar við sat, lokatölur 3-1.

Ægir tapaði sínum fyrsta leik í sumar í síðustu umferð og eru nú komnir niður í 4. sæti deildarinnar með 16 stig. 

Fyrri greinGlæsimörk í grátlegu tapi
Næsta greinRáðuneytið fellir úr gildi ákvörðun um flutning barna í Stekkjaskóla