Tvö töp á tveimur dögum

Jenný Harðardóttir var sterk í liði Hamars í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar og Tindastóll mættust í annað skiptið á tveimur dögum í 1. deild kvenna í körfubolta í dag á Sauðárkróki.

Tindastóll var sterkari aðilinn í leiknum og tyllti sér í toppsæti deildarinnar með sigrinum. Tindastóll hefur 8 stig en Hamar er á botninum án stiga.

Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en TIndastóll tók af skarið í 2. leikhluta og leiddi 41-29 í leikhléi. Heimakonur höfðu áfram frumkvæðið í seinni hálfleiknum og bilið jókst jafnt og þétt, en að lokum skildu 20 stig liðin að, 78-58.

Tölfræði Hamars: Jenný Harðardóttir 20/11 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 10/6 fráköst, Perla María Karlsdóttir 9, Álfhildur Þorsteinsdóttir 9/8 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 7/4 fráköst, Una Bóel Jónsdóttir 2, Margrét Lilja Thorsteinson 1, Rannveig Reynisdóttir 0, Dagrún Ösp Össurardóttir 0.

Fyrri grein„Mikill metnaður hjá mörgum“
Næsta greinÞyrla flutti tvo á sjúkrahús