Tvö naum töp á Akureyri

Lið Mílunnar spilaði tvo leiki í 1. deild karla í handbolta á Akureyri í gær og í dag. Báðir leikirnir töpuðust naumlega.

Mílan mætti Hömrunum í gærkvöldi og tapaði 22-21 eftir að hafa verið undir, 12-11 í hálfleik.

Atli Kristinsson var markahæstur í leiknum með 7 mörk og Eyþór Jónsson skoraði 5 mörk.

Í dag lék Mílan svo gegn Akureyri U og lauk þeim leik með 22-19 sigri Akureyringa. Staðan var 12-8 í hálfleik.

Aftur var Atli Kristins markahæstur, nú með 10 mörk. Einar Sindri Ólafsson, Hlynur Steinn Bogason og Hermann Guðmundsson skoruðu allir 2 mörk.

Lið Mílunnar er rækilega fast á botni 1. deildarinnar með 3 stig, en þar fyrir ofan eru Hamrarnir og ÍBV U með 8 stig.

Fyrri greinHrikalega svekkjandi tap gegn ÍBV
Næsta greinSjáðu þrennu Viðars Arnar – markahæstur í Ísrael