Tvö HSK met sett á mótinu

Tvö HSK met voru sett á Sumarslúttmóti frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss sem haldið var á Selfossi í lok ágúst.

Hrefna Sif Jónasdóttir úr Umf. Selfoss bætti HSK metið í 80 metra hlaupi 11 ára stelpna, þegar hún hljóp á 12,84 sek. Hún bætti þar með þriggja ára gamalt met Helgu Margrétar Óskarsdóttur um 0,03 sek.

Óskar Snorri Óskarsson Umf. Hrunamanna setti einnig HSK met í 80 metra hlaupi stráka 11 ára, en hann hljóp á 12,66 sek.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Margsinnis ekið á búfé í haust
Næsta greinHeimild til undanþágu mögulega ofnotuð