Sveinn Skúli yngsti hlauparinn af HSK svæðinu

Sveinn Skúli fremstur í flokki skömmu eftir ræsingu í Laugavegshlaupinu, nokkrum skrefum á undan föður sínum Jóni Sæmundssyni í hlaupinu síðastliðinn laugardag. Ljósmynd/Aðsend

Sveinn Skúli Jónsson, Íþróttafélaginu Garpi, varð í fyrra yngsti hlauparinn af HSK-svæðinu í sögu Laugavegshlaupsins setti hann þá héraðsmet í aldursflokkum 18-19 ára og 20-22 ára þegar hann hljóp á 6:13,06 klst.

Sveinn Skúli var þá nýorðinn 18 ára, fjórum dögum fyrir hlaup, en 18 ára aldurstakmark er í hlaupið. Hlaupið fór fram 15. júlí 2023.

Fyrri greinMaður um mann – Gleðistund að Kvoslæk
Næsta greinFjórði Íslandsmeistaratitill Valgerðar í röð