Tvö HSK met á RIG

Dagur Fannar Einarsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Reykjavík International Games í frjálsíþróttum fór fram í Laugardalshöllinni í gær, sunnudag. RIG er er alþjóðlegt boðsmót og sterkasta frjálsíþróttamótið hér á landi ár hvert þar sem fremsta frjálsíþróttafólk landsins mætir sterkum erlendum keppendum.

Rúmlega 100 keppendur tóku þátt og þar af voru fimm keppendur af sambandssvæði HSK.

Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, tók þátt í tveimur greinum. Hann kom fyrstur í mark í 400 metra hlaupi unglinga á 51,47 sek. Þessi tími er bæting á ársgömlu HSK meti Dags í flokki 18-19 ára.

Þorvaldur Gauti Hafsteinsson, Umf. Selfoss, hljóp á 1;43,19 mín í 600 metra hlaupi og bætti eigið tveggja vikna gamalt HSK met í 13 ára flokki um tæpa sekúndu.

Mótið var að hluta til sýnt í sjónvarpinu og þar mátti m.a. sjá Evu Maríu Baldursdóttur, Umf. Selfoss, keppa í hástökki við öfluga erlenda keppendur. Eva stökk 1,73 metra, sem er jöfnun á HSK meti hennar innanhúss í flokkum 16-17, 18-19 og 20-22 ára.

Þorvaldur Gauti Hafsteinsson (t.v.) ásamt Kristófer Árna Jónssyni, sem einnig keppti í 600 m á RIG. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinTveir árekstrar við einbreiðar brýr
Næsta greinHamar vann en Selfoss tapaði