Tvö HSK met á jólamótum

Nokkur frjálsíþróttamót voru haldin rétt fyrir jól og á milli jóla og nýars. Tvö HSK met voru sett á þessum mótum.

Guðrún Heiða Bjarnadóttir úr Umf. Selfoss setti nýtt HSK met í langstökki í 20 – 22 ára flokki á Áramóti Fjölnis sem haldið var 28. desember sl. Guðrún Heiða stökk 5,55 metra og bætti 32 ára gamalt met Birgittu Guðjónsdóttur um 11 sentimetra.

Þá setti Árni Einarsson Umf. Selfoss HSK met í kúluvarpi í flokki 85 – 89 ára á öldungamóti öldungaráðs þann 19. desember sl. Árni kastaði 3 kg. kúlunni 6,74 metra, en Árni varð varð 85 ára í nóvember sl. og fór þá upp um aldursflokk.

Fyrri greinMikilvægur sigur í grannaslag
Næsta greinSitthvor milljónin á Selfoss og Flúðir