Fjögur héraðsmet voru stórbætt í Brúarhlaupinu sem fram fór á Selfossi við frábærar aðstæður síðastliðinn laugardag.
Sigursveinn Sigurðsson, Frískum Flóamönnum, bætti HSK metið í 5 km götuhlaupi í flokki 45-49. Hann hljóp á 17,58 mín og bætti tólf ára gamalt met Valdimars Bjarnasonar, Umf. Þór, um 1,39 mín.
Magnús Jóhannsson, Frískum Flóamönnum, bætti HSK metið í 5 km götuhlaupi í flokki 70-74 ára. Magnús hljóp á 27,07 mín og bætti met Hannesar Stefánssonar, Umf. Selfoss, úr Brúarhlaupinu 2023 um 11,24 mínútur.
Þá bætti Ástdís Lilja Guðmundsdóttir, Umf. Selfoss, HSK metin í 5 km götuhlaupi bæði í flokkum 11 og 12 ára. Ástdís hljóp á 23,50 mín. Hún bætti met Unnar Maríu Ingvarsdóttur, Umf. Selfoss, í flokki 11 ára um 3,19 mín og met Láru Bjarkar Pétursdóttur, Umf. Laugdæla, í 12 ára flokknum um 55 sekúndur.
Brúarhlaupið heppnaðist vel í ár en rúmlega 500 keppendur hlupu eða hjóluðu í sumarblíðunni á Selfossi.
10 km hlaup karla
1. Kristján Svanur Eymundsson 34,41 mín
2. Elís Rafn Björnsson 36,21 mín
3. Magnús Þór Valdimarsson 36,57 mín
10 km hlaup kvenna
1. Fríða Rún Þórðardóttir 39,27 mín
2. Álfrún Tryggvadóttir 42,20 mín
3. Sara Árnadóttir 43,37 mín
5 km hlaup karla
1. Jón Kristófer Sturluson 16,08 mín
2. Guðmundur Daði Guðlaugsson 16,37 mín
3. Guðni Páll Pálsson 17,22 mín
5 km hlaup kvenna
1. Kristjana Pálsdóttir 19,32 mín
2. Snædís Halla Einarsdóttir 20,32 mín
3. Hanna María Jóhannsdóttir 21,59 mín
3 km skemmtiskokk karla
1. Andri Már Óskarsson 12,16 mín
2. Elimar Leví Árnason 13,02 mín
3. Elmar Andri Bragason 13,24 mín
3 km skemmtiskokk kvenna
1. Steinunn Heba Atladóttir 13,36 mín
2. Hulda Ingibjörg Böðvarsdóttir 14,04 mín
3. Hugrún Hekla Líndal Ingadóttir 14,23 mín
5 km hjólreiðar karla
1. Haraldur Ari Hjaltested 12,00 mín
2. Hróbjartur Vigfússon 12,34 mín
3. Ingi Hrafn Albertsson 13,37 mín
5 km hjólreiðar kvenna
1. Emilía Kolbrún Reynisdóttir Alvarez 13,02 mín
2. Saga Katrín Sigurðardóttir 15,18 mín
3. Elena Eir Einarsdóttir 15,33 mín

