Tveir titlar í Hveragerði

Úlfur Þórhallsson varð meistari í einliðaleik í U11 snáðaflokki. Ljósmynd/Aðsend

Um helgina fór Unglingameistaramót Íslands fram í TBR húsunum við Gnoðavog. Þarna áttust við bestu badmintonkrakkar landsins og átti Hamar í Hveragerði tíu keppendur af 143.

Átta þeirra komust í undanúrslit og tveir keppendur í úrslit. Keppni var hörð og fóru margir leikirnir í oddalotur og var mikil barátta um að komast á verðlaunapall.

Margrét Guangbing Hu sigraði í tvíliðaleik í U15 meyjaflokki ásamt Maríu Rún Ellertsdóttur frá ÍA. Margrét hlaut síðan silfurverðlaun í einliðaleik í A-flokki U15 meyja.

Úlfur Þórhallsson varð síðan meistari í einliðaleik í U11 snáðaflokki.

Margrét vann gull í tvíliðaleik og silfur í einliðaleik. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri grein„Rökrétt skref til framtíðar“
Næsta greinTruflun á umferð við Eystri-Rangá