Tveir sunnlenskir vinnustaðir unnu til verðlauna

Verðlaunaafhending í verkefninu Hjólað í vinnuna 2018 fór fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal á dögunum.

Tveir vinnustaðir á sambandssvæði HSK unnu til verðlauna. Íþróttamiðstöðin í Reykholti varð í fyrsta sæti í flokki vinnustaða með 3–9 starfsmenn og Efnalaug Suðurlands varð í þriðja sæti.

Alls voru 353 vinnustaðir sem skráðu 791 lið til leiks með 4.243 liðsmenn og 263 lið skráðu sig til leiks í kílómetrakeppnina. Alls voru hjólaðir 254.603 km eða 190,14 hringir í kringum landið.

Ferðamáti var í 84,5% á hjóli, 7,6% gangandi, 5% strætó/gengið, 0,7% hlaup, 0,3% samferða/gengið, 0,2% strætó/hjólað og annað 0,1%.

Fyrri greinSelfyssingar sigursælir á sundmóti
Næsta greinMetþátttaka á Set-mótinu