Tveir stórleikir í bikarnum

Kvennalið Selfoss dróst gegn bikarmeisturum Vals og karlaliðið gegn ÍBV þegar dregið var í 8-liða úrslit Símabikarsins í handbolta í hádeginu í dag.

Bæði liðin fengu heimaleiki en leikur kvennaliðsins fer fram 5. eða 6. febrúar.

Karlarnir taka á móti ÍBV 10. eða 11. febrúar. Ljóst er að tvö 1. deildarlið munu komast í undanúrslit Símabikarsins því auk Selfoss og ÍBV mætast Þróttur og Stjarnan í 8-liða úrslitunum.

Í 8-liða úrslitum kvenna mætast eftirfarandi lið:
ÍBV2 – Fram
Selfoss – Valur
FH – Afturelding eða ÍBV
Grótta – HK

Í 8-liða úrslitum karla mætast eftirfarandi lið:
Akureyri – FH
Þróttur – Stjarnan
ÍR – Haukar
Selfoss – ÍBV

Fyrri greinRíkisstjórnarfundur á Selfossi á morgun
Næsta greinUndirbúningur fyrir Músíktilraunir hafinn