Tveir Selfyssingar skrifa undir samning

Samkvæmt heimildum Sunnlenska munu tveir leikmenn skrifa undir samning við Selfossliðið í knattspyrnu í hádeginu í, þeir Einar Ottó Antonsson og Jóhann Ólafur Sigurðsson.

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Tíbrá þar sem þetta verður tilkynnt.

Báðir eru uppaldir hjá félaginu, en hvorugur þeirra spilaði með liðinu í sumar, Jóhann vegna meiðsla og Einar var í fríi frá knattspyrnuiðkun.

Það munaði um minna að missa þessa menn, en þeir voru valdir bestu leikmenn liðsins tímabilin á undan, Jóhann árið 2010 og Einar árið 2011 ásamt Babcar Sarr.

Þeir verða þá fyrsta viðbótin við hópinn síðan Gunnar Guðmundsson tók við þjálfun liðsins fyrir tíu dögum.