Tveir leikir gegn Þór Ak. um helgina

Íris Ásgeirsdóttir skoraði 10 stig í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Hamar og Þór Akureyri mætast tvívegis í Hveragerði um helgina í 1. deild kvenna í körfubolta. Hamar tapaði 67-79 í fyrri leiknum í dag.
Þórsarar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 29-46 í leikhléi. Hamarskonur komu vel stemmdar inn í seinni hálfleikinn og náðu að saxa á forskotið en Þór hélt út í 4. leikhluta og tryggði sér sigurinn.
Liðin mætast aftur á sunnudag kl. 16:30 og þar geta Hamarskonur hefnt fyrir tapið í dag.
Hamar hefur 2 stig á botni deildarinnar en Þór er í 3. sæti með 22 stig.
Tölfræði Hamars: Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 18/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 16/10 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 9, Birgit Ósk Snorradóttir 7/4 fráköst, Una Bóel Jónsdóttir 6/8 fráköst, Margrét Lilja Thorsteinson 3, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 3/11 fráköst/6 stoðsendingar, Rannveig Reynisdóttir 2, Perla María Karlsdóttir 2, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 1.
Fyrri greinSelfyssingar fallnir
Næsta greinSöfnuðu meiri gögnum en væntingar stóðu til