„Tveir kaldir“ góðir í tippinu

Hópurinn „Tveir kaldir“, sem samanstendur af þeim félögum Atla Snæ Sigvarðssyni og Birki Snæ Fannarssyni, vann haustleik Selfossgetrauna 2012.

Grípa þurfti til framlengingar til að útkljá keppnina en að lokum höfðu Tveir kaldir betur með 10 réttum á móti 8 réttum FC Bora.

Jólamatur Selfossgetrauna var í Tíbrá í dag þar sem m.a. var dregið í happadrætti knattspyrnudeildarinnar og afhent verðlaun fyrir haustleiki Selfoss getrauna.

Nýr hópleikur hefst fyrsta laugardag í Þorra, þ.e. á öðrum í bóndadegi.

Fyrri greinFimmtán taka þátt í prófkjöri
Næsta greinBestu jólahúsin verðlaunuð