Tveir Íslandsmeistaratitlar til Berserkja BJJ

(F.v.) Jamison, Egill, Þröstur, Davíð, Kristófer og Gísli. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsta Íslandsmeistaramótið í No-Gi brasilísku jiu-jitsu, þar sem ekki er keppt í galla, var haldið í síðustu viku. Keppendur á mótinu voru um 220 talsins og komu Selfyssingarnir í Berserkjum BJJ heim með tvo Íslandsmeistaratitla.

Keppendur frá Berserkjum BJJ unnu tvenn gullverðlaun, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Davíð Óskar Davíðsson varð Íslandsmeistari í fjölmennum -91 kg flokki. Hann sigraði fyrstu glímu á kimura lás, og vann svo næstu tvær glímur á stigum og fékk ekki skorað stig á sig. Egill Blöndal vann báðar sínar glímur á köstum og vann þar með á stigum og endaði með gullið í +100 kg flokki.

Gísli Þórisson, sem vann bronsverðlaun í -70 kg flokki var yfir á stigum í fyrstu glímunni sinni en tapaði eftir fótlás. Hann vann svo bronsglímuna örugglega með uppgjafartaki.

Úrslit voru:
Davíð Óskar Davíðsson 1. sæti -91kg hvítt belti
Egill Blöndal 1. Sæti +100kg blá og fjólublá belti
Kristófer Ek 2. sæti 75kg+ hvítt belti
Gísli Þórisson 3. sæti -70kg hvítt belti
Þröstur Valsson 3. sæti +100kg hvítt belti
Jamison Johnson 5. sæti -83kg blá og fjólublá belti

Fyrri greinFuglar og flóra við Sogið
Næsta greinTrampólín á flugi og tré rifnuðu upp með rótum