Tveir Íslandsmeistaratitlar á Selfoss

Keppendur Umf. Selfoss á mótinu ásamt Daníel Jens Péturssyni, þjálfara. Ljósmynd/Aðsend

Selfyssingar unnu tvö gullverðlaun, þrjú silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun á Íslandsmótinu í taekwondo í bardaga sem haldið var í íþróttahúsi Digranesskóla í Kópavogi í dag.

Taekwondodeild Umf. Selfoss sendi sjö keppendur til leiks og komust þeir allir á verðlaunapall. Selfoss endaði í fjórða sæti í heildarstigakeppninni.

Dagný María Pétursdóttir sigraði í þungavigt senior kvenna og var hún valin keppandi mótssins í kvennaflokki.

Í junior flokki kvenna vann Viktoría Björg Kristófersdóttir gullverðlaun og Þórunn Sturludóttir Schacht silfur og í cadet flokki kvenna vann Julia Sakowich til silfurverðlauna.

Arnar Breki Jónsson vann silfurverðlaun í cadet flokki karla og í senior flokki karla unnu þeir Björn Jóel Björgvinsson og Sigurjón Bergur Eiríksson báðir bronsverðlaun.

Dagný María Pétursdóttir í sínum flokki og var valin keppandi mótssins í kvennaflokki. Hér er hún með bróður sínum og þjálfara, Daníel Jens. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinDeildarkeppninni lokið og umspil framundan
Næsta greinSvífa um á bleiku skýi