Tveir frá Selfossi í U-18

Tveir leikmenn Selfoss, Jóhann Erlingsson og Sverrir Pálsson eru í U-18 ára landsliði Íslands í handbolta sem hefur leik á Victors-Cup í Þýskalandi í dag.

Íslendingar mæta Finnum síðdegis í dag og Pólverjum á morgun en á laugardag verður leikið í fjórðungsúrslitum og um sæti. Átta lið taka þátt í mótinu.

Fyrri greinEkkert jólabarn á HSu
Næsta greinSlösuð kona í Skriðufellsskógi