Tveir erlendir leikmenn í Selfoss

Ivana Raičković (t.v.) og Lara Zidek (t.h.). Ljósmynd/Aðsend

Handknattleiksdeild Selfoss hefur samið við tvo erlenda leikmenn, þær Ivana Raičković og Lara Zidek, sem báðar koma frá Førde IL í Noregi.

Raičković er 19 ára gömul frá Svartfjallalandi og er efnilegur línumaður sem hefur verið viðloðandi U-21 landsliði Svartfellinga. Zidek er frá Króatíu, hún er 23 ára skytta en getur leyst allar stöðurnar fyrir utan.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeild Selfoss segir að þar á bæ séu menn og konur gríðarlega ánægð að hafa náð þessum tveimur sterku leikmönnum.
„Það er ljóst að þær Ivana og Lara munu styrkja meistaraflokk kvenna næstkomandi tímabil, en liðið var aðeins hársbreidd frá því að komast upp í Olísdeildina á síðastliðnu tímabili,“ segir í tilkynningunni.
Fyrri greinElínborg Erla dúxaði í garðyrkjuskólanum
Næsta greinSparkvöllur settur upp við Gráhellu