Tveggja metra bakvörður til Þórsara

Körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn hefur samið við bakvörðinn Ólaf Björn Gunnlaugsson til tveggja ára.

Ólafur er 22 ára og 202 cm á hæð en hann hefur verið í víking síðustu árin í Bandaríkjunum.

Ólafur var einn af lykilleikmönnum U20 ára landsliðs Íslands sem tryggði sér sæti í A-deild í Evrópukeppninni árið 2022.

„Við hlökkum til að fá Óla til okkar og bjóðum hann hjartanlega velkominn í Hamingjuna,“ segir í tilkynningu frá Þórsurum.

Fyrri greinEva Hrönn ráðin aðstoðarleikskólastjóri
Næsta greinTryggvi Sigurberg semur til tveggja ára