Tveggja marka tap

Selfoss tapaði með tveimur mörkum þegar Valur kom í heimsókn í Vallaskóla í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

Jafnræði var með liðunum allan leikinn en Valur leiddi 10-11 í leikhléi. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik, lítið skildi liðin að en að lokum unnu gestirnir tveggja marka sigur, 25-27.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 11 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir og Adina Ghidoarca skoruðu báðar 5 mörk, Margrét Jónsdóttir 4 og þær Kristrún Steinþórsdóttir og Jóhanna Jensdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Selfoss er enn án stiga í deildinni en freistar þess að sækja fyrsta sigurinn um næstu helgi þegar leikið verður gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.

Fyrri greinSameiningarumræðan heldur áfram
Næsta greinÖruggt hjá Selfyssingum í lokaumferðinni