Tuttugu íþróttamenn tilnefndir

89. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður haldið í íþróttahúsinu á Hellu á morgun.

Þingið hefst kl. 10 og er nú haldið á Hellu í þriðja sinn, en héraðsþingin árin 1977 og 1995 voru haldin þar. Rétt til setu á þinginu eiga 112 fulltrúar frá 59 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum sambandsins.

Á þinginu kemur út ríkulega myndskreytt ársskýrsla um starfsemi HSK á liðnu ári.

Auk hefðbundinna þingstarfa verður Íþróttamaður HSK 2010 kjörinn á þinginu. Fimm manna valnefnd sá um að velja íþróttamann líkt og undanfarin ár, en alls voru 20 íþróttamenn í jafn mörgum greinum tilnefndir.

Ekki stefnir í að miklar breytingar verði á forystu sambandsins og gefur Guðríður Aadnegard formaður kost á sér til endurkjörs.

Tilnefndir í valinu á íþróttamanni HSK árið 2010 eru:
Andri Már Óskarsson, GHR, golf
Arna Hjartardóttir, Selfoss, fimleikar
Ágúst Þór Guðnason, Gnýr, íþróttir fatlaðra
Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Dímon, borðtennis
Bjarndís Helga Blöndal, Hamar, badminton
Björn Þór Jónsson, Hamar, blak
Daníel Geir Einarsson, Selfoss, kraftlyftingar
Daníel Jens Pétursson, Selfoss, taekwondomaður
Emil Karel Einarsson, Þór, körfubolti
Fjóla Signý Hannesdóttir, Selfoss, frjálsar íþróttir
Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfoss, knattspyrna
Gunnar Björn Helgason, Selfoss, bridds
Ingimundur Sigurmundsson, Baldri, skák
Jóhannes P. Héðinsson, SFS, skotíþróttir
Marín Laufey Davíðsdóttir, Samhygð, glíma
Ólöf Eir Hoffritz, Selfoss, sundmaður
Ragnar Jóhannsson, Selfoss, handbolti
Sigursteinn Sumarliðason, Sleipnir, hestaíþróttir
Þór Davíðsson, Selfoss, júdó
Þorsteinn Helgi Sigurðarson, Þór, motocross

Fyrri greinArnar Freyr aftur í Árborg
Næsta greinLandeyjahöfn áfram lokuð