Turudija bestur í 2. deildinni

Kenan Turudija skoraði mark Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrír Selfyssingar eru í liði ársins í 2. deild karla í knattspyrnu og Kenan Turudija, miðjumaður Selfoss, var valinn besti leikmaður deildarinnar.

Í gærkvöldi var lið ársins í 2. deild karla opinberað á sérstöku lokahófi Fótbolta.net á Hótel Borg í Reykjavík. Fótbolti.net fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. 

Þeir Þór Llorens Þórðarson, Kenan Turudija og Hrvoje Tokic voru allir kosnir í lið ársins. Kenan Turudija fékk fullt hús í vali í lið ársins og var valinn leikmaður ársins en Tokic var í 2. sæti í vali á leikmanni ársins.

Fótbolti.net

Fyrri grein„Beljur í búð“ sigraði í Plastaþoni
Næsta grein„Góð frammistaða hjá strákunum“