Tungnamenn safna heiðursáskriftum

Ungmennafélag Biskupstungna var stofnað á sumardaginn fyrsta árið 1908 og fagnaði því 100 ára afmæli sínu árið 2008.

Nú hefur Jón M. Ívarsson, sagnfræðingur, tekið saman sögu ungmennafélagsins á litríkan og lifandi hátt og þar kennir fjölmargra grasa.

Bókin verður 250 blaðsíður í stóru og læsilegu broti og skreytt ótal myndum úr sögu félagsins. Fyrirhugað er að bókin komi út á sumardaginn fyrsta 2013 á 105 ára afmæli félagsins.

Ákveðið hefur verið að hafa lista í bókinni yfir einstaklinga, fyrirtæki og félög sem kaupa bókina í svokallaðri heiðursáskrift. Verð á bókinni í slíkri forsölu er kr. 6.000 og til að einstaklingar, fyrirtæki og félög fái nafn sitt í bókina þarf greiðsla að hafa farið fram fyrir 15. febrúar 2013 inn á reikning félagsins í banka 0151 – 26 – 533. Kt. 660269-5179. Senda þarf kvittun á: sydri.reykir@gmail.com.

Nánari upplýsingar veitir Helgi Kjartansson í síma 486-8920 eða helgikj@gmail.com.

Fyrri greinSjúklingar fluttir frá Reykjavík á Selfoss
Næsta greinSólar- og Icesavekaffi á Selfossi