Tryggvi, Ísak og Hannes framlengja við Selfoss

Tryggvi, Ísak og Hannes. Ljósmynd/Aðsend

Hannes Höskuldsson, Tryggvi Þórisson og Ísak Gústafsson hafa allir framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss á síðustu misserum.  Allir hafa þeir verið viðloðandi meistaraflokk í vetur.

Hannes Höskuldsson er 19 ára gamall vinstri hornamaður og hefur verið öflugur með U liði Selfoss í vetur ásamt því að vera í meistaraflokki.

Tryggvi Þórisson er 16 ára línumaður.  Hann hefur spilað með 3. flokki, U-liði og meistaraflokki í vetur ásamt því að vera í U-17 ára landsliðinu.

Ísak Gústafsson er 15 ára örvhent skytta.  Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik í vetur gegn Stjörnunni ásamt því að spila með U-liðinu, 3. og 4.flokki. Þá hefur hann einnig keppt með U-17 ára landsliðinu í vetur.

Fyrri greinMalbikað og valtað í Árborg í sumar
Næsta greinFangaverðir sýnd í Bíóhúsinu á Selfossi