TRS og Tyrfingsson styrkja handboltann

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss skrifaði undir tvo styrktarsamninga um síðustu helgi, við TRS á Selfossi og Tyrfingsson ehf.

Samningurinn við TRS er til tveggja ára og samningurinn við Tyrfingsson ehf. til þriggja ára en grænu rúturnar munu sjá um allan akstur fyrir handboltann á næstu árum líkt og verið hefur.

Gunnar Bragi Þorsteinsson skrifaði undir samninginn fyrir TRS og Tyrfingur Guðmundsson fyrir hönd Tyrfingsson ehf en Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, formaður, fyrir hönd handknattleiksdeildarinnar.