TRS og Tyrfingsson styrkja handboltann

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss skrifaði undir tvo styrktarsamninga um síðustu helgi, við TRS á Selfossi og Tyrfingsson ehf.

Samningurinn við TRS er til tveggja ára og samningurinn við Tyrfingsson ehf. til þriggja ára en grænu rúturnar munu sjá um allan akstur fyrir handboltann á næstu árum líkt og verið hefur.

Gunnar Bragi Þorsteinsson skrifaði undir samninginn fyrir TRS og Tyrfingur Guðmundsson fyrir hönd Tyrfingsson ehf en Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, formaður, fyrir hönd handknattleiksdeildarinnar.

Fyrri greinHúsfyllir á sögustund á Bakkanum
Næsta greinIngólfur þjálfar Hamar